*

sunnudagur, 17. janúar 2021
Innlent 22. september 2020 18:20

Afkoma Haga batnar milli ára

Rekstrarhagnaður Haga fyrir afskriftir og fjármagnsliði á öðrum ársfjórðungi 2020 gæti aukist um allt að 20% milli ára.

Ritstjórn
Finnur Oddsson tók við sem forstjóri Haga í sumar.
Haraldur Guðjónsson

Rekstrarhagnaður Haga fyrir afskriftir (EBITDA) á öðrum ársfjórðungi er áætlaður á bilinu 2.850 til 3.000 milljónir króna samkvæmt tilkynningu sem Hagar sendu út í kvöld. Á síðasta rekstrarári nam hann 2.489 milljónum króna og gæti því aukist um allt að 20% milli ára. 

Sjá einnig: Finnur Oddsson tekur formlega við Högum

Miðað við ofangreint gera stjórnendur félagsins ráð fyrir því að rekstrarhagnaður fyrir afskriftir hjá samstæðunni á fyrri árshelmingi, það er að segja frá 1. mars til 31. ágúst 2020, verði á bilinu 4.150 til 4.300 milljónir króna. Á sama tímabili fyrir ári nam EBITDA félagsins 4.500 milljónum.

Sjá einnig: Erna og Stefán úr stjórn Haga

Hagar munu birta uppgjör fyrsta sex mánaða rekstrarársins 2020/2021 þann 29. október næstkomandi. Rekstrarár Haga er frá 1. mars til 29. febrúar.

Stikkorð: Hagar Finnur Oddsson COVID