Þrátt fyrir að hagnaður Haga á fyrstu níu mánuðum rekstrarársins, þ.e. frá mars til nóvember, hafi verið betri en á sama tíma árið á undan er ekki hægt að segja það sama um afkomuna á þriðja ársfjórðungi, sem nær yfir tímabilið september til nóvember.

Hagnaður á þriðja fjórðungi árið 2012 nam 509 milljónum króna, en var 842 milljónir árið á á undan. EBITDA-hagnaður var sömuleiðis meiri í fyrra en árið 2011, 914 milljónir á móti 895 milljónum. Stóri munurinn liggur í því að fjármagnsliðir voru jákvæðir um 337 milljónir árið 2011 en voru neikvæðir um 119 milljónir í fyrra.

Afkoman er einnig undir spám IFS Greiningar. Hún gerði í afkomuspá sinni, sem kom út í síðustu viku, ráð fyrir því að EBITDA hagnaður yrði 1.199 milljónir á þriðja ársfjórðungi og að hagnaður yrði 703 milljónir króna. Munurinn er því töluverður.