HS Veitur högnuðust um 316 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er talsvert betri afkoma en í fyrra þegar hagnaðurinn nam 187 milljónum króna.

Fram kemur í uppgjör HS Veitna að tekjur námu 2,5 milljörðum króna á tímabilinu í ár samanborið við 2,4 milljarða í fyrra. Á móti nam kostnaðarverð sölu rétt rúmum 1,6 milljörðum króna samanborið við rúma 1,5 milljarða á fyrri hluta síðasta árs. Þá nam rekstrarhagnaður 894 milljónum króna á fyrri hluta ársins samanborið við 810 milljóna króna rekstrarhagnað á fyrstu sex mánuðum síðasta árs.

Uppgjör HS Veitna