Hagnaður HSBC, stærsta banka Evrópu, nam 13,2 milljörðum dala samanborið við 5,83 milljarða dala hagnað árið 2009. Þrátt fyrir að hagnaður jókst á milli ára bjuggust fjárfestar við töluvert betri afkomutölum.

Kostnaður við starfsemi fjárfestingabanka HSBC jókst til muna og tekjur af starfseminni drógust saman. Hagnaður dróst saman um 9,5%.

Hlutabréfaverð í HSBC féll um allt að 3,4% eftir að bankinn tilkynnti um uppgjör síðasta árs.