Afkoma Icelandair Group fyrstu 6 mánuði ársins sýnir betri niðurstöðu en áætlanir gerðu ráð fyrir, þrátt fyrir krefjandi  rekstrarumhverfi segir í frétt félagsins.

Heildarvelta félagsins var 54,5 milljarðar króna og jókst um 27% frá sama tíma í fyrra. EBITDA  var neikvæð um 1,0 milljarð króna en var jákvæð um 1,0 milljarð króna á sama tíma í fyrra.

EBIT var neikvæð um 3,5 milljarða króna en var neikvæð um 0,8 milljarða króna á sama tíma í fyrra. Afkoma erlendra dótturfélaga fyrir skatta var 3,8 milljörðum króna verri en á sama tíma í fyrra. Fjármagnskostnaður var 2,1 milljarður króna samanborið við 0,7 milljarða króna á sama tíma í fyrra.

Tap eftir skatta var 5,0  milljarðar króna en var 1,3 milljarðar króna á sama tíma í fyrra. Handbært fé í lok ársfjórðungsins var 6,2 milljarðar króna, en var 6,3 milljarðar á sama tíma í fyrra.  Eiginfjárhlutfall var 17,8 % í lok júní 2009, en var 20,3% í lok ársins  2008.  Eignir voru  105,9 milljarðar króna í lok júní 2009 samanborið við 98,8  milljarða króna í árslok 2008.