Afkoma Icelandic Group á fjórða fjórðungi 2005 var langt undir áætlunum félagsins og væntingum greiningardeildar, segir greiningardeild Glitnis.

Tap félagsins nam 1.154 milljónum króna á tímabilinu en spá greiningardeildar hljóðaði upp á 87 milljónir króna.

Greiningardeildin reiknaði með lítilsháttar hagnaði vegna endurskipulagningar hjá félaginu, en kostnaðurinn við endurskipulagninguna varð mun meiri en hún gerði ráð fyrir.

EBITDA framlegð félagsins var neikvæð um 252 milljónir króna en greiningardeildin spáði því hún yrði jákvæð um 794 milljónir króna.

Sölutekjur félagsins námu 22,4 milljörðum króna en spá greiningardeildar var 25,4 milljarðar króna.