Rekstrarafkoma Íslandspósts var nokkuð yfir áætlun á síðasta ári og nam hagnaður af rekstrinum 237 milljónum króna eftir skatta, segir í fréttatilkynningu.

Þar segir að góð afkoma skýrist af hagnaðaði af reglulegri starfsemi, og bent er á að gengi fyrirtækisins hafi verið yfir væntingum þrátt fyrir aukinn kostnað vegna kjarasamninga, sem gerðir voru í fyrra.

Hagnaður af rekstrinum í fyrra var nokkuð lægri en árið 2004.