*

laugardagur, 18. september 2021
Innlent 12. maí 2021 13:20

Minni velta í Suðurveri

Hagnaður Kjúklingastaðarins var 4,1 milljónir á árinu sem var að líða og dregst líttillega saman á milli ára.

Snær Snæbjörnsson
Velta Kjúklingastaðarins var 127 milljónir
Haraldur Guðjónsson

Kjúklingastaðurinn Suðurveri ehf. hagnaðist um 4,1 milljón króna á árinu 2020 og dróst hagnaður því lítillega saman frá árinu 2019 úr 4,6 milljónum. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins.

Eignir staðarins námu 36,5 milljónum í lok árs 2020 og þá var eigið fé 10,4 milljónir. Eiginfjárhlutfall félagsins er því um 28,5%. Þá nam velta staðarins 127 milljónum í ár samanborið við 136 milljónir árið áður.

Eigendur félagsins eru þau Jón Eyjólfsson, sem er einnig framkvæmdastjóri þess, og Guðrún Hermannsdóttir sem eiga sitthvorn helmingshlutinn.