*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 23. febrúar 2006 10:17

Afkoma Kögunar í takt við væntingar ÍSB

Ritstjórn

Afkoma Kögunar á fjórða ársfjórðungi 2005 var í tækt við væntingar greiningardeildar Íslandsbanka.

EBITDA framlegð var lítillega undir spá greiningardeildar vegna lægri framlegðar af hugbúnaðarsölu. Hagnaður Kögunar á fjórða ársfjórðungi var um 202 milljón krónur en í afkomuspá var gert ráð fyrir 23 milljónum króna meiri hagnaði.

Greiningardeildin spáir 804 milljón króna hagnaði á árinu og hækkar um nærri 150 milljón krónur.

Tekjur af hugbúnaðarsölu voru yfir væntingum greiningardeildarinnar en tekjur af vélbúnaðarsölu voru samkvæmt spá.

Talsverð breyting hefur verið gerð á afkomuspá í kjölfar uppgjörs.

Spá um rekstrartekjur fyrir árið 2006 eru hækkaðar úr 18,4 milljörðum í 23 milljarða króna og spila kaupin á 58% hlut í EJS þar stóran þátt.

Í afkomuspá er gert ráð fyrir að hagnaður fyrir afskriftir aukist um 70 milljónir króna.

Það er gert ráð fyrir að EBITDA framlegð árið 2006 af hugbúnaðarsölu hjá félaginu verði um 14% en af vélbúnaðarsölunni um 4,3%.

Í afkomuspá er gert ráð fyrir að EBITDA framlegð félagsins verði um 8,5% og hækki lítillega á milli áranna 2005 og 2006.