Afkoma Marels [ MARL ]  á fyrsta ársfjórðungi mótast af umfangsmikilli samþættingu, að því er Hörður Arnarson, forstjóri félagsins, segir í tilkynningu.

„Við sameiningu Stork og Marel mun Marel samstæðan hafa nánast fimmfaldað stærð sína. Þar með höfum við náð þeim markmiðum um hraðan ytri vöxt sem við settum okkur í upphafi ársins 2006 á mun skemmri tíma en að var stefnt. Megináherslur í framhaldinu verða nú á innri vöxt og bætta afkomu.

Verðhækkanir sem gerðar voru í lok síðasta árs til að mæta miklum hækkunum á hráefni munu byrja að hafa áhrif á öðrum og þriðja ársfjórðungi. Afkoma Stork Food Systems sýndi góðan rekstrarniðurstöðu og sterkan innri vöxt. Rekstrarhagnaður (EBIT) af kjarnastarfsemi þess var um 12,1% á fyrsta ársfjórðungi, sem var umfram okkar væntingar, og var proforma EBIT fyrir kjarnastarfsemi sameinaðs félags því um 7,9%," segir Hörður.

Í fréttatilkynningu segir að gert sé ráð fyrir að afkoma Marel batni umtalsvert þegar líður á árið, einkum af þremur ástæðum.

Samþætting vegna fyrirtækja sem keypt hafa verið á undanförnum árum mun skila umtalsverðum samlegðaráhrifum þegarlíður á árið.

Í öðru lagi var í lok síðasta árs gripið til verðhækkana til að mæta mikilli hækkun hráefnis. Áhrif þeirra munu byrja að koma fram á öðrum ársfjórðungi og koma að fullu fram á þriðja ársfjórðungi.

Í þriðja lagi var ráðist í verulega lækkun á föstum kostnaði félagsins á öðrum ársfjórðungi. Starfsfólki var fækkað um 110 og gert er ráð fyrir að fastur kostnaður muni lækkaum 8 til 9 milljónir evra á ársgrundvelli. Rekstur Stork Food Systems gekk vel á fyrsta ársfjórðungi og var rekstrarhagnaður (EBIT) þess rúm 12% af veltu og því nokkuð umfram væntingar. Horfur í rekstri Stork eru áfram góðar