Afkoma Marks & Spencer verslunarkeðjunnar batnaði verulega á fyrri helmingi reikningsársins sem lauk í september. Hagnaður fyrir skatta nam alls 405 milljónum punda og jókst um 32% á milli ára.

Aukinn hagnaður verslunarkeðjunnar endurspeglar góða söluaukningu á matvælum og fatnaði. Talsmenn fyrirtækisins segja að stefna sé að auka verslunarpláss um allt að fimmtung á næstu fimm árum.

Árið 2004 reyndi Philip Green óvinveitta yfirtöku á Marks & Spencer en tókst ekki.

Hlutabréf Marks & Spencer hækkuðu um 6,3% í dag.