Hagnaður Microsoft á þriðja ársfjórðungi var meiri en meðalspá greiningaraðila reiknaði með, auk þess sem fyrirtækið skar afkomuspá sína minna niður en margir höfðu talið að yrði raunin.

Hagnaður Microsoft var 4,37 milljarðar Bandaríkjadala, eða 48 sent á hlut. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður félagsins 4,29 milljörðum, eða 45 sentum á hlut.

Tekjur jukust um 9% og voru 15,06 milljarðar Bandaríkjadala.

Microsoft reiknar nú með því að hagnaður á rekstrarárinu, sem lýkur í júní, verði á bilinu 2,00-2,10 dalir á hlut en fyrri afkomuspá gerði ráð fyrir hagnaði upp á 2,12-2,18 dali á hlut.

Microsoft hyggst lækka útgjöld um 500 milljónir dala með því að fækka ráðningum nýs starfsfólks, minnka ferðakostnað og lækka auglýsingakostnað.

Reuters greindi frá.