Afkoma fjárfestingabankans Morgan Stanley var langt yfir væntingum á þriðja ársfjórðungi, segir í frétt Dow Jones.

Hagnaður bankans var 1,85 milljarðar bandaríkjadala (um 130 milljarðar króna) eða 1,75 dalur á hlut. Tekjur bankans jukust um 15% á tímabilinu og voru 7,99 milljarðar dala (um 560 milljarðar króna).

Greiningaraðilar höfðu spáð að tekjur bankans næmu 7,82 milljörðum dala.

Forstjóri bankans segir að fjárfestingaarmur bankans sé nú í blóma og að niðurskurðaráætlun bankans sé á undan áætlun.