Japanski leikjatölvuframleiðandinn Nintendo hagnaðist um 215 milljónir japanskra jena á þriðja ársfjórðungi. Jafngildir það um 2 milljónum bandaríkjadollurum, eða 243 milljónum íslenskra króna.

Er þetta töluvert betri afkoma en búist hafði verið við, en því var spáð að fyrirtækið myndi skila tapi upp á 3,7 milljarða jena. Það gekk hins vegar ekki eftir og sögðu forsvarsmenn fyrirtækisins við kynningu á árshlutauppgjörinu að reksturinn væri á áætlun.

Fyrirtækið hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin ár og ítrekað skilað tapi þar sem samkeppni á markaðnum hefur aukist verulega.