Pepsi Bottling Group tilkynnti í dag um betri afkomu en búist hafði verið við á öðrum ársfjórðungi. Fyrirtækið er stærsti framleiðandi Pepsí í heimi.

Verðhækkunum og lægri rekstrarkostnaði er þakkaður þessi árangur, en Pepsi tilkynnti jafnframt í dag um lægri afkomuspá fyrir allt árið en áður hafði verið kynnt og lækkuðu bréf félagsins um 4% í kjölfarið. Hlutabréf Pepsi Bottling Company hafa nú lækkað um 27% á þessu ári. Til samanburðar má nefna að bréf stærsta framleiðanda Coca-Cola hafa lækkað um 34% á sama tíma.

Veiking Bandaríkjadals jók tekjur Pepsi um 3% samkvæmt frétt Reuters. Mikil hækkun hrávöruverðs eykur hins vegar rekstrarkostnað framleiðenda.