Rarik skilaði hagnaði upp á 960 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er talsverður bati á milli ára en hagnaðurinn nam 566 milljónum króna á fyrri hluta síðasta árs.

Fram kemur í uppgjöri Rarik að rekstrarhagnaður af starfsemi fyrirtækisins fyrir fjármagnsliði (EBIT) á fyrri hluta ársins var 1.207 milljónir króna borið saman við 1.375 milljónir á fyrstu sex mánuðum síðasta ári. Þrátt fyrir það hækkuðu  rekstrartekjur um 3,9% á milli ára en þær námu í lok júní 5.782 milljónum króna.

Í uppgjörinu kemur fram að afskriftir hækkuðu í kjölfar endurmats eigna sem skýrir að verulegum hluta til hækkun rekstrargjalda. Þau fóru úr 4.192 milljónum króna í 4.575 milljónir.