Afkoma Reykjavíkurborgar var 1.400 milljónum króna betri á fyrstu sex mánuðum ársins en búist var við. Samkvæmt óendurskoðuðum árshlutareikningi borgarinnar sem lagður var fram í borgarráði í dag kemur fram að rekstrarniðurstaða samstæðu borgarinnar, bæði A og B hluti, var jákvæð um 1.819 milljónir króna. Áætlanir gerðu hins vegar ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á 416 milljónir.

Fram kemur í tilkynningu frá borginni að viðsnúningurinn skrifast einkum á það að tekjur voru 1.978 milljónum króna umfram áætlanir og matsbreytingum fjárfestingareigna 430 milljónir króna umfram það sem gert var ráð fyrir.

Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 8.638 milljónir króna sem er 2.316 milljónum betri niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir.

Árshlutauppgjör borgarinnar