Tekjur ríkissjóðs hafa lækkað um 14,5% að nafnverði á fyrsta fjórðungi ársins 2020 samanborið við fyrsta ársfjórðung 2018, úr 217 milljörðum króna í 185. Á sama tíma hafa tekjur sveitarfélaganna aukist um 7,9%, úr 86 milljörðum króna í 93. Frá þessu er greint í hagsjá Landsbankans en nýjustu tölur um opinber fjármál eru frá fyrsta ársfjórðungi.

Afkoma ríkissjóðs var jákvæð á fyrra hluta ársins 2018. Tekjur og gjöld ríkissjóðs voru síðan sambærileg allt fram á seinni hluta ársins 2019 þegar það fór að halla undan fæti. Samhliða tekjusamdrætti jukust útgjöld ríkissjóðs um 7,6 milljarða á fyrsta ársfjórðung 2020 samanborið við sama tíma fyrra árs. Stærsti áhrifavaldurinn er lækkun vaxtagjalda um 8,5 milljarða á milli ára.

Neikvæð afkoma ríkissjóðs mun án efa halda áfram að aukast en spáð er allt að 300 milljarða króna rekstrarhalla, sem er með því mesta sem sést hefur hér á landi. Afkoma ríkissjóðs hefur verið neikvæð síðustu ársfjórðunga og er á nær sífelldri niðurleið.

Hjá sveitarfélögunum hefur afkoman verið neikvæð nær allan tímann frá ársbyrjun 2018. Áhrif heimsfaraldursins munu hins vegar ekki koma fram fyrr en á næsta ársfjórðungi.