Á fyrstu tveimur mánuðum ársins nam handbært fé frá rekstri ríkissjóðs 34,1 milljarði króna. Það er um 4 milljörðum hagstæðari útkoma en í fyrra. Þetta kemur fram í hálffimm fréttum Kaupþings .

Einnig kemur fram að neysluskattar vaxa milli ára, en skattur á vöru og þjónustu nam 36 milljörðum króna á tímabilinu, sem er aukning upp á 2,7 milljarða milli ára.

Fjármálaráðuneytið bendir hins vegar á að þar sem uppgjörið nær aðeins til tveggja mánaða er samanburður milli ára háður óvissu vegna tilfærslu greiðslna.