Álframleiðandinn Rio Tinto Group hefur heldur betur fengið að finna fyrir lágu verði á hrávörumörkuðum. Hagnaður félagsins hefur dregist saman um allt að 47% það sem af er ári. Þetta kemur fram á vef Bloomberg fréttaveitunnar. Félagið hagnaðist um 1,56 milljarða dali á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við 2,92 milljarða árið á undan.

Rio Tinto hefur ráðist í umfangsmiklar hagræðingar á þessu ári, og má búast við að nýr framkvæmdastjór félagsins, Jean Sebastien Jacques, haldi þeirri stefnu áfram. Þrátt fyrir lág verð á hrávörumörkuðum, hafa bréfin í félaginu hækkað um allt að 23% á þessu ári.