Írska flugfélagið Ryanair sendi frá sér afkomuviðvörun í dag þar sem uppgjör þess var ekki í samræmi við væntingar. Bloomberg-fréttastofan segir afkomu flugfélagsins minni en áætlanir gerðu ráð fyrir þar sem fólk hafi almennt haldið sig heima við í sumarhitanum sem gekk yfir Evrópu auk þess sem harðnandi samkeppni hafi leitt til verðlækkunar á flugfargjöldum.

Fram kemur í afkomuviðvöruninni að líklega megi telja að Ryanair muni fá í kassann á bilinu 570 til 600 milljónir evra og hagnaður lítillega undir væntingum.

Gengi hlutabréfa Ryanair hrundi á markaði í dag. Það fór niður um 14% í kauphöllinni í Dublin á Írlandi og þurrkaði út rúman helming af 23% gengishækkun bréfanna frá áramótum.