Afgangur af rekstri Sangerðisbæjar nam 244,3 milljónum króna á síðasta ári. Þetta er um 100 milljónum króna en búist var við en gert var ráð fyrir 343,2 milljónum króna jákvæðri afkomu, samkvæmt ársreikningi bæjarins sem birtur var í dag.

Mestu munar um að rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 261 milljón krónur en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir jákvæðri afkomu um 343,8 milljónir króna.

Rekstrartekjur bæjarfélagsins voru hins vegar umfram væntingar. Þær námu 1.580,7 milljónum króna samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi fyrir A og B hluta en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum um 1.449,8 milljónum króna. Rekstrartekjur A-hluta námu um 1.375,2 milljónum króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum um 1.262,7 milljónum króna.

Eigið fé sveitarfélagsins nam 967,6 milljónum króna í lok síðasta árs en eigið fé A hluta var 1.579,2 milljónir króna.

Ársreikningur Sandgerðisbæjar