Þriðji stærsti banki Norðurlandanna í eignum talið, SEB, birti uppgjör fyrir 2. ársfjórðung ársins í dag. Þetta kemur fram í Hálffimm fréttum Kaupþings.

Uppgjörið var betra en vænst hafði verið, en hagnaður bankans eftir skatta var 2.806 milljónir sænskra króna. Meðalspá sérfræðinga var 2.642 milljónir sænskra króna.

„Var gengishagnaður öllu meiri en búist var við (1.191 milljón sænskra króna eða 51% meira en búist var við) en á móti kom meiri kostnaður en vænst var til. Sá kostnaður var þó að nokkru leyti vegna fjárfestinga í aðgerðum sem ætlað er auki skilvirkni og draga úr útgjöldum í framtíðinni,“ segir í Hálffimm fréttum.

Bréf bankans hækkuðu um 2,9% í kjölfar uppgjörsins.