*

sunnudagur, 29. mars 2020
Innlent 20. október 2013 18:35

Afkoma Serrano batnar í Svíþjóð

Serrano rekur átta veitingastaði undir nafninu Zocalo í Svíþjóð.

Ritstjórn
Emil og Einar hjá Serrano.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Afkoma af rekstri Serrano-veitingastaðanna í Svíþjóð var neikvæð um 10 milljónir króna á síðasta ári, samkvæmt ársreikningi félagsins Serrano Nordics fyrir árið 2012. Það er mun minna tap en árið áður, þegar tapið nam um 85 milljónum króna. Alls eru reknir átta staðir í Svíþjóð undir nafninu Zocalo.

Serrano Nordics er í eigu Einars Arnar Einarssonar, Emils Helga Lárussonar og Einars K. Kristinssonar. Tveir fyrrnefndu eiga jafnframt reksturinn á Íslandi. Sá rekstur hefur gengið mun betur en Serrano á Íslandi hagnaðist um 40 milljónir árið 2011 en ársreikningur fyrir síðasta ár liggur ekki fyrir.

Um áramót nam eigið fé Serrano Nordics um 65 milljónum króna og skuldir alls um 32,6 milljónum. Fram kemur í ársreikningi að eiginfjárframlag til rekstursins í Svíþjóð, sem er í félaginu SNLTD Sweden AB, nemur alls um 423 milljónum á árunum 2008 til 2012. Uppsafnaður taprekstur á því tímabili er um 294 milljónir króna.

Stikkorð: Serrano Zocalo Serrano Nordics