Afkoma Sony Ericsson á öðrum ársfjórðungi var góð. Hreinn hagnaður fyrirtækisins tvöfaldaðist því sem næst og var 143 milljónir evra á fjórðungnum. Söluaukningin varð 41% og nam 2,27 milljörðum evra. Sony Ericsson hefur selt 10 milljónir Walkman síma sem sýnir að samruni símaarms Ericsson og Sony var ekki jafn óskynsamlegur og mörgum virtist í fyrstu. Framlegð fyrirtækisins er með því besta í geiranum þessa dagana, jafnvel þó hún sé nokkru lægra en hjá Nokia, sem er stærsti framleiðandinn á markaðnum. Búast má við áframhaldandi velgengni Sony Ericsson enn um sinn. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa hækkað áætlaðar sölutölur í 950 milljón stykkja úr 900 milljónum sem þó var 15% söluaukning. Sony Ericsson ætti því að að halda áfram að auka hlut sinn og vöruúrval.