*

mánudagur, 6. júlí 2020
Erlent 3. maí 2018 10:07

Afkoma Spotify olli vonbrigðum

Hlutabréfaverð Spotify lækkaði um 9% eftir að félagið tilkynnti að það hefði tapað 6 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi.

Ritstjórn
epa

Hlutabréfaverð í Spotify lækkaði eftir að félagið skilaði sinni fyrstu afkomutilkynningu síðan það var skráð á markað en afkoma þess olli fjárfestum vonbrigðum að því er BBC greinir frá

Sænska hugveitan tilkynnti að tap fjórðungsins hefði numið 49 milljónum evra eða rúmlega 6 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins sem er talsverð bæting frá því í fyrra þegar tapið nam 139 milljónum evra.

Greinendur höfðu gert ráð fyrir svipaðri afkomu og raunin varð en fjárfestar voru greinilega með hærri væntingar.

Tekjur Spotify námu í heildina rúmum 1,1 milljarði evra á fjórðungnum. Notendafjöldi félagsins náði 170 milljónum en aðeins tæplega helmingur þeirra greiða fyrir notkunina.