Króna
Króna
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Hrein raunávöxtun Stafa lífeyrissjóðs var 0,1% á árinu 2010. Í frétt á vefsíðu Stafa segir Guðsteinn Einarsson, fráfarandi formaður stjórnar Stafa, að afkoma sjóðsins var betri en árið 2009, en samt langt frá því að vera viðunandi. Hrein ávöxtun á árinu 2009 var neikvæð um 4,9%.

Afkoma skýrist fyrst og fremst að því að íslenskt efnahagslíf hefur tekið hægar við sér en vonir stóðu um, segir á vefsíðu Stafa. Heildarskuldbinding sjóðsins reyndist vera neikvæð um 8,1% í lok árs 2010. Það er innan þeirra marka sem lög heimila.