Einum þekktasti skartgripaframleiðandi heims, Tiffany & Co., hefur vegnað ágætlega þrátt fyrir erfitt efnahagsástand síðustu 3 ár. Hagnaður og tekjur jukust á meðan aðrir skartgripaframleiðendur fundu fyrir erfiða árferðinu. Nú hefur hins vegar útlitið breyst hjá Tiffany, hlutabréf fyrirtækisins féllu um rúmlega 8% fyrir opnun markaða í dag. Lækkunina má rekja til þess að tekjur á árinu verði á milli 3,7 og 3,8 dollara á hlut en búist var við milli 3,95 og 4,05 dollara á hlut samkvæmt Forbes .

Ekki er heldur búist við að 2. og 3. ársfjórðungur verði betri en fyrir ári síðan.