*

miðvikudagur, 16. júní 2021
Innlent 11. maí 2021 10:04

Afkoma Tjöruhússins batnar

Afkoma veitingastaðarins Tjöruhússins á Ísafirði var 24 milljónir króna fyrir síðasta ár. samanborið við 1,8 milljónir árið áður.

Snær Snæbjörnsson
Afkoma Tjöruhússins á Ísafirði var 24 milljónir fyrir síðasta ár
Haraldur Guðjónsson

Hagnaður af rekstri Tjöruhússins ehf., sem að rekur samnefndan veitingastað á Ísafirði nam tæpum 24 milljónum króna fyrir árið 2020 en hagnaður ársins á undan nam aðeins um 1,8 milljónum. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir síðasta ár.

Heimsfaraldurinn virðist hafa haft lítil áhrif á eftirspurn eftir vestfirsku sjávarfangi en velta félagsins á síðasta ári var um 53 milljónir í samanburði við 32 milljónir árið áður, sem er um 67% aukning. Eigið fé félagsins var tæplega 27 milljónir í árslok en það var aðeins um þrjár milljónir árið áður.

Tjöruhúsið komst í fréttirnar síðastliðið haust þegar að lögreglan á Vestfjörðum lokaði staðnum að beiðni skattsins vegna vanskila á staðgreiðslu launa, Veitingageirinn greindi frá þessu.

Hjónin Ragnheiður Halldórsdóttir og Haukur Sigurbjörn Magnússon eiga og reka staðinn.