Hagnaður Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) nam 581 m.kr. á fjórða ársfjórðungi en greiningardeild Landsbankans spáði að hagnaðurinn myndi nema 640 m.kr. Af vátryggingastarfsemi varð 60 m.kr. tap fyrir skatta en á móti kemur að hagnaður af fjármálastarfsemi nam 811 m.kr. "Helstu frávik frá spánni okkar voru þau að eigin tjón og rekstrarkostnaður í vátryggingarekstri voru hærri en við höfðum áætlað en á móti kemur að fjárfestingartekjur voru meiri sem skýrist af meiri hagnaði af sölu fjárfestinga," segir greiningardeild Landsbankans.

Verðmat þeirra á TM er í skoðun en þeir mæla með að fjárfestar undirvogi bréf í TM í vel dreifðu eignasafni.