Tryggingamiðstöðin (TM) hagnaðist um tæpar 810 milljónir á þriðja ársfjórðungi. Hagnaður TM dróst þó saman milli ára, en á sama tímabili fyrra nam hann rúmum 1,4 milljarði.

Heildartekjur fyrirtækisins á tímabilinu námu tæpum 4,4 milljörðum, þar af voru eigin iðgjöld 3,8 milljarðar. Heildartekjur TM á sama tímabili fyrir ári námu tæpum 4,7 milljörðum, þar af námu eigin iðgjöld 3,4 milljarðar.

Heildargjöld TM á þriðja ársfjórðungi 2016 námu 3,44 milljörðum samanborið við 3,09 milljarða á sama tímabili í fyrra. Þar af nam eigið tjón tæpum 3,7 milljarði.

Handbært fé TM frá rekstri nam 2,3 milljarða á fyrstu 9 mánuðum ársins samanborið við 2,2 milljarð á sama tíma í fyrra. TM hagnaðist um tæpa 2 milljarði fyrstu níu mánuði ársins og svipað var uppi á teningnum á sama tímabili í fyrra. Fyrirtækið reiknar með að hagnaður ársins nemi 3 milljarða eftir skatta í stað 2,4 milljarða eins og fyrri áætlun gerði ráð fyrir.

Haft er eftir Sigurði Viðarssyni, forstjóra TM að afkoma félagsins á þriðja ársfjórðungi hafi verið nokkuð góð og betri en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Munurinn lá að hans mati að mestu í betri afkomu vátryggingarstarfsemi.
„Vátryggingarstarfsemin skilar mjög góðri afkomu annan fjórðunginn í röð en samsett hlutfall á þriðja ársfjórðungi var 86%. Uppsafnað samsett hlutfall ársins er því komið í 93% sem er talsvert betri árangur en við þorðum að vona í upphafi árs,“ er haft eftir Sigurði í fréttatilkynningu frá TM.

Uppsafnaðar fjárfestingatekjur ársins nema nú rúmum 2.000 milljonum króna sem jafngildir 10,8% ársávöxtun.