Kortafyrirtækið Valitor hagnaðist um 809 milljónir króna á síðasta ári. Þetta er 415 milljóna króna samdráttur á milli ára. Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor, segir afkomuna ásættanlega.

Í uppgjöri Valitor kemur fram að rekstrartekjur félagsins námu 8.414 milljónum króna og lækkuðu um rúmlega einn milljarð eða um 11% á milli ára. Rekstrargjöld námu á sama tíma 7.333 milljón króna og lækkuðu um 6% milli ára. Rekstrartekjur og rekstrargöld drógust saman vegna breyttra áherslna á erlendum færlsuhirðingarmörkuðum. Vöxtur varð hins vegar á útgáfu og vinnslu fyrirframgreiddra korta á evrópskum fyrirtækjamarkaði.

Arðsemi eigin fjár var 10,5% á árinu og eiginfjárhlutfall samkvæmt Basel II um 32,2% í árslok.