Rekstrarafkoma Vestmannaeyjabæjar var jákvæð um 530 milljónir króna í fyrra. Þetta er talvert umfram væntingar en gert var ráð fyrir 73,5 milljóna króna afgangi eftir árið.

Fram kemur í ársreikningi Vestmannaeyjabæjar að rekstrarafkoma A hluta var jákvæð um 456,4 milljónum króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir jákvæðri afkomu upp á 116,5 milljónir króna. Eigið fé sveitarfélagsins nam næstum 5 milljörðum króna í lok síðasta árs.

Rekstrartekjur Vestmannaeyjabæjar námu 4.267,6 milljónum króna í fyrir A og B hluta en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum um 3.380,3 milljónum króna. Rekstrartekjur A-hluta námu um 3.240,5 milljón króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum upp á 2.534,2 milljónir króna. Álagningarhlutfall útsvars var 14,48% sem er lögbundið hámark, að því er segir í ársreikningnum.

Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar