Matvælaframleiðandinn Vilko ehf., sem meðal annars selur bökunarvörur, súpur og krydd, tapaði tæplega 20,8 milljónum króna á síðasta rekstrarári. Árið 2017 hagnaðist félagið um rúma milljón.

Sala félagsins jókst um rúm-lega þriðjung og var 213 milljónir. Rekstargjöld jukust að sama skapi, voru 228 milljónir en þar af jókst vörunotkun um 55 milljónir og laun og launatengd gjöld jukust um helming. Fyrirtækið er rekið á Blönduósi en ársverkum fjölgaði úr 7,6 í 10,8 á árinu.

Eigið fé félagsins í árslok nam 18,4 milljónum að meðtöldu 104 milljóna hlutafé en það var aukið um rúmar sex milljónir á árinu. Skuldir jukust um rúmlega 55 milljónir en við-skiptaskuldir í árslok voru 28,4 milljónir saman-borið við 6,4 milljónir árið á undan. Stærstu hlut-hafar Vilko eru Ámundakinn ehf., Byggðastofnun, Ó. Johnson & Kaaber og Kaupfélag Skagfirðinga.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .