Gengi hlutabréfa bandaríska leikjafyrirtækisins Zynga rauk upp um 11,6% eftir að fyrirtækið birti uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung sem kom á óvart. Fyrirtækið tapaði 68 þúsund dölum á fjórðungnum, sem jafngildir 8,1 milljón króna, og námu tekjurnar 203 milljónum dala, rúmum 24 milljörðum íslenskra króna. Þetta er talsvert betri niðurstaða en búist var við en markaðsaðilar reiknuðu með því að fyrirtækið myndi tapa 35,6 milljónum dala, samkvæmt umfjöllun bandaríska dagblaðsins USA Today .

Mikill vandræðagangur hefur einkennt Zynga um nokkurt skeið eða altt frá því hlutabréf fyrirtækisins voru skráð á markað í desember árið 2011. Gengi hlutabréfa fyrirtækisins seldust á genginu 10 dalir á hlut í útboði fyrir skráninguna en tók að lækka hratt í kjölfarið og stendur nú í tæpum 4 dölum á hlut. Þá hafa stjórnendur fyrirtækisins gripið til ýmissa ráða til að hagræða í rekstri fyrirtækisins en í sumar var tilkynnt að 500 manns verði sagt upp.