Tap félagsins Semhentir Kassagerð hf. nam rúmum 106 milljónum króna á árinu 2020, en afkoma batnaði um 160 milljónir á milli ára. Tekjur félagsins námu tæpum 5,9 milljörðum króna og jukust um 27% á milli ára. EBITDA hækkar úr 16 milljón króna tapi árið 2019 í 254 milljón króna hagnað á árinu 2020. Í lok árs námu eignir félagsins rúmum 2,8 milljörðum króna en í október það ár keypti félagið 65% af rekstri Kassagerðarinnar. Jóhann Oddgeirsson er framkvæmdastjóri félagsins.