*

fimmtudagur, 12. desember 2019
Innlent 2. nóvember 2019 18:02

Afkoman versnaði um milljarð

Tekjur eigandi IKEA á Íslandi og í Eystrasaltsríkjunum námu um 21,5 milljörðum króna á síðasta ári.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Eignarhaldsfélagið Hof, sem er meðal annars eigandi IKEA á Íslandi og í Eystrasaltsríkjunum, hagnaðist um 509 milljónir króna á síðasta rekstrarári sem endaði í í lok ágúst í fyrra. Dróst hagnaður félagsins saman um ríflega milljarð milli ára.

Tekjur námu samtals 21,5 milljörðum króna og jukust um rúmlega 2,5 milljarða milli ára. Eignir félagsins námu 22,4 milljörðum í lok rekstrarársins og jukust um 6,2 milljarða milli ára. Eiginfjárhlutfall var 24,7% í lok ársins.