Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, segir í viðtali við Viðskiptablaðið, að árið 2011 hafi verið metár og að árið í ár líti út fyrir að verða enn betra.

„Gestir Bláa lónsins árið 2011 voru 459.000 talsins , sem er 11% fjölgun frá árinu 2010. Velta ársins nam 19,5 milljónum evra, sem er 16% vöxtur milli ára, og EBITDA nam 7,1 milljón evra, sem er 42% vöxtur frá árinu 2010.

Þá var 3,5 milljóna evra hagnaður eftir skatta árið 2011. Nettólangtímaskuldir félagsins námu 24,7 milljónum evra í árslok 2011 og hlutfall skulda og EBITDA því tæplega 3,5, sem flest fyrirtæki væru þokkalega ánægð með. Þá má nefna að eigið fé félagsins nam 10 milljónum evra og eiginfjárhlutfallið því um 26%.“

Bláa Lónið hf greiddi hluthöfum sínum arð vegna rekstrarársins 2011 og er það í fyrsta skipti frá árinu 2006 sem það gerist.

„Reksturinn stendur því traustum fótum,“ segir Grímur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.