Greiningardeild Landsbankans hefur tekið saman afkomuspá fyrir annan fjórðung, en uppgjörin byrja brátt að berast í hús. Hún hefur tekið miklum breytingum frá upphafi árs. Greiningardeildin spáir bönkunum nú 20% minni hagnaði en í janúar.

Samkvæmt Bloomberg hafa hagnaðarspár fyrir norræna banka verið lækkaðar um 13% á sama tíma, að því er fram kemur í afkomuspánni. Spáð er lakari afkomu í ár fyrir öll fyrirtækin nema Alfesca og Össur og útlit er fyrir að fimm þeirra skili tapi. Einnig er dregið úr hagnaðarvæntingum fyrir árið 2009, en hún hefur þó hækkað hagnaðarspá fyrir Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls, um 10%.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .