Deutsche Bank býst ekki við að ná markmiðum þriðja ársfjórðungs um 10 milljarða evra hagnað fyrir skatta, samkvæmt afkomuviðvörun frá bankanum í dag. lHlutabréf bankans hafa lækkað um 5,8% það sem af er degi.

Bankinn segir óvissu vegna skuldavanda í Evrópu hafa áhrif á tekjur, sérstaklega í fjárfestingastarfsemi bankans. Störfum sem tengjast fjárfestingabankastarfsemi verður fækkað um 500 vegna minnkandi umsvifa.

Í tilkynningu frá Deutsche Bank segir að engu að síður skili bankinn hagnaði á þriðja ársfjórðungi. Vonir standi enn til að hagnaður af eignastýringu og alþjóðaviðskiptum bankans verði í ár sá mesti fyrir skatta sem bankinn hefur náð Árshlutauppgjör bankans verður birt 25. október næstkomandi.