Stjórnendur Icelandair Group sendu Kauphöll Íslands afkomuviðvörun fyrir hálftíma. Er hún send í framhaldi af tilkynningu frá því á þriðjudag. Þar sagði að tap Icelandair vegna verkfalls flugstjóra geti numið 1,5-1,7 milljarði króna.

Í viðvöruninni frá í dag kemur fram að haldi aðgerðir flugstjóra áfram geti tapið haft verri áhrif á afkomu félagsins.

Hagnaður Icelandair Group í fyrra nam 65,4 milljónum Bandaríkjadala, eða um 6,5 milljörðum króna. Hagnaður þessa árs var áætlaður svipaður, en ljóst er að verkföll flugmanna, og mögulega annarra starfsmanna, geta haft mikil áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins.

Afkomuviðvörunin í heild:

„Verk­fall, yf­ir­vinnu­bann og aðrar aðgerðir flug­manna hef­ur leitt til þess að af­lýsa hef­ur þurft fleiri flug­um en gert var ráð fyr­ir. Haldi aðgerðirn­ar áfram munu þær því hafa verri áhrif á af­komu Icelanda­ir Group en til­kynnt var um í til­kynn­ingu hinn 6. maí. Ekki er hægt að segja til um hversu mik­il áhrif aðgerðirn­ar hafa fyrr en þær eru yf­ir­staðnar.“