Breski matvælaframleiðandi Geest Plc., sem nýlega varð hlutdeildarfélag Bakkavarar Group, sendi á föstudag frá sér afkomuviðvörun vegna væntanlegs 6 mánaða uppgjörs félagsins. Í afkomuviðvöruninni kemur fram að afkoma ársins yrði líklegast undir væntingum greiningaraðila og lækkuðu bréf félagsins um 5,2% í viðskiptum dagsins.

Í byrjun síðustu viku sendi Greiningardeild KB banka frá sér nýtt verðmat á
Bakkavör, þar sem tekið er tillit til 20% eignarhlutar Bakkavarar í Geest. Verðmatsgengi Bakkavarar hækkaði mikið frá fyrri greiningu. Í Hálf fimm fréttum KB banka á föstudag kemur fram að lækkunin á hlutabréfum Geest í kjölfar afkomuviðvörunar lækkar markaðsvirði eignarhlutar Bakkavarar í félaginu um einn milljarð króna. Greiningardeild KB banka segir að þessi lækkun hafi þau áhrif að verðmatsgengið lækkar úr 24,8 í 24,2.

Ennig er þó tekið fram að ekki sé þó ljóst hvaða áhrif afkomuviðvörunin hefur á möguleg samlegðaráhrif félaganna þar sem viðvörunin er ekki alveg óvænt, t.a.m. kemur fram í greiningu KB banka að gengisþróun Geest undanfarin misseri hafi einmitt einkennst nokkuð af ótta fjárfesta við fleiri afkomuviðvörunum frá félaginu og það myndi ekki ná fyrri söluvexti sínum á Bretlandi. Greiningardeild heldur ráðgjöf sinni óbreyttri, áfram er mælt með að halda og yfirvogun.