Nýlistasafnið hyggst þann 23. nóvember næstkomandi bjóða upp listmuni sem það hefur fengið að gjöf frá listamönnum. Tilgangurinn er að safna fyrir varanlegu sýningarrými undir muni safnsins. Uppboðið verður haldið kl. 14 í lestrarsal Safnahússins, Hverfisgötu 15, en verkin verða til sýnis fram að uppboðinu í salnum.

Meðal listamanna sem hafa gefið verk til uppboðsins eru Ragnar Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, Hreinn Friðfinnsson, Davíð Örn Halldórsson, Lilja Birgisdóttir, Gjörningaklúbburinn, RúRÍ og Guðjón Ketilsson. Nýlistasafnið flutti nýlega safneign sína upp í Breiðholt og leitar um þessar mundir að hentugu sýningarrými til frambúðar. Safnið hlaut árið 2010 Íslensku safnaverðlaunin.

Nánari upplýsingar um uppboðið er að finna á vef Nýlistasafnsins.