Aflandsgengi evrunnar hefur hækkað töluvert á síðustu misserum, samkvæmt upplýsingaveitunni Keldan.is. Kaupgengi evru á aflandsmörkuðum er nú 247 krónur og sölugengi er 270 krónur.

Lægst fór aflandsgengi evru í um 205 krónur á kaupgengi og 225 á sölugengi í júlí og ágúst sl. Þá hafði það lækkað snarpt eftir að sölugengi hafði farið í um 315 krónur.

Frá því í lok nóvember hefur gengið gengi evru hækkað nokkuð hratt og er eins og áður segir 247/270 krónur samkvæmt Keldunni.