Gengi krónunnar gagnvart evru á aflandsmarkaði hefur veikst að undanförnu, samkvæmt upplýsingaveitu Keldunnar. Munur á kaupgengi og sölugengi er 30 krónur. Kaupgengi evru er 230 krónur og sölugengið 260 krónur.

Í maí síðastliðnum styrktist aflandsgengið hratt, í kjölfar gjaldeyrisútboða Seðlabankans. Aflandsgengið var sterkast um miðjan júní, 205 krónur fyrir evru samkvæmt Keldunni. Það fór að veikjast aftur um mánaðarmótin júlí og ágúst, og hefur veikst síðan.