evrur
evrur
© None (None)
Mikill þrýstingur hefur verið á gengi evru að undanförnu vegna skuldakreppu S-Evrópuríkja og hefur álandsgengi evru þannig veikst gagnvart krónu, frá mánaðamótum, um hálft prósent. Ein evra kostaði í gær 164,98 krónur samkvæmt opinberu gengi Seðlabankans en í upphafi mánaðarins var hún um krónu dýrari.

Þrátt fyrir þetta hefur aflandsgengi krónunnar ekki breyst frá mánaðamótum. Í gær var miðgengið skráð 220 krónur – kaupgengi 210 og sölugengi 230 – hjá keldan.is og var gengið hið sama í mánaðarbyrjun.

Í þessu samhengi má minna á að í öðru gjaldeyrisútboði Seðlabankans var meðalgengi 216,33 krónur á evru og þess ber einnig að geta að í fyrradag lækkaði aflandsgengið í 215 krónur en hækkaði á ný strax daginn eftir.