Evrur
Evrur
© Getty Images (Getty)
Gengi evru á aflandsmarkaði veiktist lítillega í gær samkvæmt gagnaveitunni Keldan.is. Kaupgengi er nú 215 krónur fyrir evru og sölugengið 235 krónur. Hækkunin nemur 5 krónum. Aflandsgengið hefur verið stöðugt í 210/230 krónum frá því um miðjan júní. Þá hafði það lækkað snarpt frá því í maí, þegar kaupverð stóð í 255 krónum.

Í kjölfar tilkynningar Seðlabanka Íslands um kaup á aflandskrónum hefur aflandsgengið hinsvegar styrkst töluvert og færst nær seðlabankagengi. Það er nú tæplega 166 krónur fyrir evru.