Forsvarsmenn lífeyrissjóða munu að öllum líkindum samþykkja samning þess efnis að þeir selji erlendar eignir fyrir allt að 200 milljónir evra á árinu og kaupi löng ríkisskuldabréf í gegnum gjaldeyrisútboð Seðlabankans. Þannig munu lífeyrissjóðirnir leggja til sinn hlut í fjármögnun á sérstakri vaxtaniðurgreiðslu til heimila. Fallið verður frá eignaskatti á lífeyrissjóði, náist samkomulag milli lífeyrissjóða og fjármálaráðuneytisins. Samningar eru langt á veg komnir.

Vaxtaniðurgreiðslurnar eru hluti af aðgerðum til aðstoðar skuldsettum heimilum og var samkomulagið undirritað í desember 2010. Vaxtagreiðslurnar nema alls 12 milljörðum. Hlutur lífeyrissjóða af þeirri upphæð er 2,8 milljarðar.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.