Íslenskar krónur erlendra aðila námu 327 milljörðum króna í lok síðasta árs, en stóðu í 565 milljörðum króna kjölfar hruns  fjármálakerfisins árið 2008. Þetta kemur fram í greinargerð fjármála- og efnahagsráðuneytisins um framgang áætlunar um losun fjármagnshafta

Í greinargerðinni segir að Seðalbankinn hafi lækkað stöðu aflandskróna bæði með sérstökum  viðskiptum og útboðum í samræmi við áætlun um afnám hafta frá mars 2011. Með  útboðum Seðlabankans hafi erlendum skammtíma fjárfestum í aflandskrónum markvisst verið  hleypt út og þar með dregið úr þeim hluta aflandskróna sem séu í höndum þeirra sem vilja innleysa  fjárfestingu sína nær óháð gengi.

„Samhliða þessari lækkun hefur samsetning þessara eigna breyst  verulega. Meirihluti lækkunarinnar hefur verið í innstæðum en erlendir aðilar hafa einnig aukið  líftíma eigna sinna í skuldabréfum ríkissjóðs. Við áramót voru um 177 milljarðar aflandskróna í  ríkisskuldabréfum, 136 ma.kr. í innstæðum og 14 ma.kr. í skuldabréfum íbúðalánasjóðs. Upphæð  aflandskróna í innstæðum hefur ekki breyst verulega frá miðju ári 2013 á meðan fjárfestingar  aflandskróna í ríkisskuldabréfum í hafa lækkað nokkuð. Er þetta nokkur breyting frá því sem áður var,“ segir í greinargerðinni.