Ef farið verður að aflaráðgjöf Hafró fyrir næsta fiskveiðiár gæti útflutningsverðmæti sjávarafurða minnkað um allt að 25 milljarða króna. Munar þar mestu um þorskinn en minna um samdrátt í aflamarki í ufsa. Aðrar tegundir eru í góðu standi, t.a.m. síld, ýsa og humar. Minni útflutningur myndi hafa talsverð neikvæð áhrif fyrir minni sjávarbyggðir sem og á hagvöxt fyrir næsta ár segir Greining Glitnis.

Hins vegar ætti ráðgjöf Hafró um lægri aflareglu að hafa jákvæð á veiðistofninn til lengri tíma og þar með á hagvöxt horft fram á veginn. Það takast því á skammtíma- og langtímaáhrif af breyttri aflareglu. Við teljum í ljósi reynslu fyrri ára líklegt að ráðherra fari ekki eftir ráðleggingum Hafró en minnki engu að síður þorskkvóta núverandi fiskveiðiárs um nálægt 30 þús. tonn, það jafngildir um 12 milljörðum króna.

Þess má geta að þessi niðurstaða hefur strax haft áhrif á gengi krónunnar og hlutabréfamarkaðarins.